Algengar spurningar

 

Hvað er spássía?
Það er 5 cm bilið í kringum myndina sem við skiljum eftir autt eins og sjá má á myndinni fyrir neðan. Vinsamlegast athugið að þá bætast ekki 5 cm við myndina - spássían gerir myndina sjálfa smærri.

Hvar sæki ég vöruna?
Í Fókus, Flatahrauni 23, 220 Hafnarfirði. Hurðin vel merkt. 

Prentið þið myndirnar sjálf eða eru þær fjöldaframleiddar að utan?
Við prentum sjálf út myndirnar og skerum þær út.

Hvað tekur langan tíma fyrir mig að fá myndina afgreidda?
Afgreiðslutími er að jafnaði þrír virkir dagar.

Hvenær veit ég hvenær pöntun er tilbúin eða komin í póst?
Tölvupóstur er sendur þegar sækja má vöru eða þegar hún er komin í póst. Þess vegna er mikilvægt að gefa fram rétt netfang þegar gengið er frá pöntun.

Get ég komið með mynd til ykkar og látið ramma inn?
Nei, við römmum aðeins þær myndir sem við prentum út.