Prentlist.is - almennir söluskilmálar

ALMENNIR SÖLUSKILMÁLAR

1. Gildissvið
a. Skilmálar þessir gilda aðeins um sölu Prentlist slf. til neytenda í gegnum vefsíðuna
www.prentlist.is.
b. Með neytanda er átt við einstakling sem kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi.

2. Seljandi vöru
Prentlist slf.
Kt. 571220-1990
VSK nr: 139688
Flatahraun 23
220 Hafnarfirði
prentlist@prentlist.is

3. Kaupandi vöru
a. Kaupandi vöru er sá aðili sem tilgreindur er sem kaupandi á reikningi. Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára þegar pöntun er gerð.

4. Lýsing vöru og aðrar upplýsingar
a. Við kappkostum að upplýsingar um verð, myndir og lýsing á vöru í vefverslun séu ávallt réttar. Allar slíkar upplýsingar eru þó birtar með fyrirvara um villur.
b. Við áskiljum okkur rétt til að afturkalla pöntun í heild eða að hluta ef viðkomandi vara reynist ófáanleg.
c. Við áskiljum okkur rétt til að hætta fyrirvaralaust að bjóða upp á vörur.

5. Áprentun
a. Við áskiljum okkur rétt til að hafna því myndefni sem óskað er að prentað sé á vöru er kaupandi hefur valið til áprentunar, teljum við að birting slíks myndefnis varði við lög eða fari gegn almennu velsæmi.
b. Við geymum almennt ekki það myndefni sem sent er inn til vinnslu eftir að pöntun hefur verið afgreidd.

6. Verð og sendingarkostnaður
a. Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti. Við áskiljum okkur rétt til að hætta við afgreiðslu pöntunar vegna rangra verðupplýsinga. Í slíkum tilvikum sendum við tilkynningu til kaupanda.
b. Við bjóðum heimsendingu innan Íslands fyrir 2.490 kr. ef kaupandi kýs sér það frekar en að sækja vöru á Flatahraun 23, 220 Hafnarfirði.
c. Við sendum vörur einungis innanlands, ekki til útlanda.

7. Pöntun og staðfesting
a. Staðfesting pöntunar ásamt pöntunarnúmeri er sent í tölvupósti þegar keypt er í netverslun okkar.
b. Kaupandi staðfestir áður en mynd er send inn til vinnslu að hann hafi heimild frá þeim aðilum sem eiga hagsmuna að gæta, til að prenta myndina.
c. Með því að ganga frá pöntun er kominn á bindandi samningur sem hefur greiðsluskyldu í för með sér fyrir kaupanda.
d. Þegar pöntun hefur verið gerð sendum við staðfestingu á það tölvupóstfang sem kaupandi hefur gefið upp.

8. Greiðsla
a. Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa og Mastercard eða greiða með debetkorti
b. Greiðsla fer í gegnum örugga greiðslugátt frá VALITOR og eru greiðslukortaupplýsingar dulkóðaðar með SSL (Secure Socket Layer).

9. Afhending vöru og móttaka
a. Afgreiðslutími pöntunar er að jafnaði um 3 virkir dagar frá því að pöntun er móttekin og hún send kaupanda eða sótt af kaupanda á Flatahraun 23, 220 Hafnarfirði á fimmtudögum milli 10-16 og föstudögum milli kl. 10-13.
b. Við sendum vörur innan Íslands í gegnum Íslandspóst heim að dyrum. Um þær vörur sem dreift er af Íslandspósti gildar afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts. Prentlist ber því ekki ábyrgð á týndum
sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Týnist vara í pósti eða verði fyrir tjóni frá því að hún er send frá Prentlist er tjónið á ábyrgð kaupanda.
c. Við móttöku vöru ber kaupanda að staðreyna hvort varan er í samræmi við pöntun eða hvort um galla er að ræða, sbr. 10. gr. skilmála þessara.

10. Ábyrgð vegna galla
a. Við berum ábyrgð gagnvart kaupanda á göllum á seldum vörum samkvæmt skilmálum þessum og ákvæðum IV. og VI. kafla laga um neytendakaup nr. 48/2003.
b. Kaupandi skal tilkynna um galla á vöru án ástæðulausrar tafar þegar eftir afhendingu. Við áskiljum okkur rétt til að staðreyna hvort um galla sé að ræða. Reynist galli vera fyrir hendi bjóðum við nýja vöru í staðinn eins fljótt og auðið er, kaupanda að kostnaðarlausu, eða endurgreiðslu ef þess er krafist.

11. Skilaréttur og endurgreiðsla
a. Kaupandi hefur rétt til að hætta við kaup í 14 daga eftir móttöku vöru án þess að tilgreina ástæðu.
b. Vilji kaupandi hætta við kaup, skal senda okkur tilkynningu innan 14 daga frá móttöku vöru, ásamt sölureikningi sem sýnir hvenær varan var keypt. Tilkynningu má senda með tölvupósti á netfangið prentlist@prentlist.is
c. Öllum vörum skal skilað á starfsstöð okkar að Flatahrauni 23, Hafnarfirði. Það er á ábyrgð og kostnað kaupanda að skila vöru til okkar í réttu ástandi og á réttum tíma.
d. Vara sem skilað er skal vera óskemmd og í sama ásigkomulagi og hún var þegar kaupandi tók við henni.
e. Ef vöru er skilað endurgreiðir seljandi allar greiðslur sem kaupandi hefur innt af hendi vegna vöru sem afhent var innanlands, utan flutnings- og póstburðargjalda. Við endurgreiðslu er miðað við upprunalegt verð vöru.
f. Við ábyrgjumst að endurgreiðsla hafi borist í síðasta lagi 14 dögum eftir móttöku tilkynningar um að hætt sé við kaup, að því tilskildu að varan hafi borist okkur fyrir þann tíma.

12. Persónuvernd
a. Við gætum ítrustu varúðar varðandi þær persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té. Við deilum upplýsingum ekki með þriðja aðila nema í þeim tilgangi
að ganga frá viðskiptum og koma vörunni til þín.
b. Við notum vafrakökur (e. Cookies) svo þú náir að njóta vefsíðunnar til fulls. Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú notkun okkar á vefkökum.
c. Með því að haka í kassann er gengið er frá kaupum hefur kaupandi lesið skilmála seljanda og samþykkir þá.


13. Gildandi lög
a. Um viðskipti á prentlist.is gilda íslensk lög. Verslun í gegnum vefsíðuna telst vera fjarsala í skilningi laga nr. 16/2016 um neytendasamninga þegar kaupandi
er neytandi.
b. Auk skilmála þessara gilda um kaupin ákvæði laga nr. 48/2003 um neytendakaup, ákvæði laga nr. 16/2016 um neytendasamninga auk annarra ákvæða íslenskra laga, eftir því sem við getur átt.

14. Úrlausn ágreiningsefna
a. Ef ekki tekst að leysa úr kvörtunarefnum kaupanda hjá okkur hefur hvor aðili fyrir sig rétt á að bera ágreiningsefnið undir Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa. Jafnframt má bera ágreiningsefni er varða skilmála þessa undir Héraðsdóm Reykjavíkur.