Þín mynd (61cm x 91cm)

Þú getur búið til þína eigin mynd í formi plakats eða strigamyndar í stærðinni 61x91cm. Hafðu hugfast að myndin sem þú sendir inn þarf að vera í góðum gæðum svo hún komi vel út í prentun.

Myndir yfir 3602x5374 pixla verða að frábærum plakötum.

Við prentum fyrir þig myndir í lægri upplausn en við samþykkjum ekki myndir fyrir neðan 2402 pixla á breidd því það myndi bitna á gæðum plakatsins eða strigamyndarinnar. Myndir úr snjallsímum eru iðulega nógu góðar til þess að standast þessar kröfur.

Oftast þarf að "klippa" myndina svo hún passi sem best. Ýta þarf á disketuna til þess að vista myndina og senda hana inn.

Þú getur valið að fá plakat í svörtum ramma frá IKEA (Lomviken, séu þeir til). Myndir sem keyptar eru með ramma eru afhentar innrammaðar.

Ef þú velur spássíu munum við bæta við hvítu í kringum myndina, þannig verður hún aðeins stílhreinni þér að kostnaðarlausu.

Skref fyrir skref hvernig maður býr til sitt eigið plakat eða sína eigin strigamynd.

Heimsending kostar 1990 kr. Annars er hægt að sækja vöru á Flatahrauni 23, 220 Hafnarfirði á miðvikudögum og föstudögum milli kl. 11:00-14:00.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú alltaf haft samband á netfangið prentlist@prentlist.is.


Svipaðar myndir